Lífsþjálfun Helga: Nýttu þér þína möguleika
Námskeið
MASTERMIND-HÓPAR
PANT VERA ÉG er hópur fyrir frumkvöðla, leiðtoga, uppreisnarseggi og óþekktarorma - ekki endilega í þessari röð.
- Ertu búin/n að öðlast það sem þú hélst að væri 'velgengni'?
- Langar þig í stuðning til að komast upp á næsta stig?
- Viltu finna hvað er raunverulega ekta við þig?
'Pant vera ég' - er þriggja mánaða Mastermind hópur leiddur af Helga Jean. Hópurinn er fyrir fólk sem er tilbúið að fara dýpra í samböndum, starfi og fjármálum.
Hópurinn er fyrir fólk sem er:
- Tilbúið að færa sig úr "To-do listum" - í "TO-BE lista"
- Búa til árangur sem er mældur í minningum - en ekki metnaði.
- Skapa niðurstöður með gleði - en ekki aga.
- Finna dýpri nánd - með sjálfu sér og öðrum.
Hópurinn er EKKI fyrir fólk sem:
- Ætlast til breytinga - án þess að breyta neinu.
- Vill finna einhvern annan til að hafa trú á draumum sínum.
- Sem vill bíða aðeins með næsta skref ...
Hópurinn er fyrir fólk sem er tilbúið í STÖKKIÐ!
Við munum nota haustið til að líta vel inn - svo við getum litið vel ÚT á nýju ári.
Fyrsti fundurinn í hópnum fer fram á netinu þann 30. október kl. 20:00-21.00 - og er opinn fyrir alla áhugasama
SKRÁNING:
Það kostar ekkert að vera með á fyrsta fundinum - sem verður í gegnum netið. Þú getur sótt um hér fyrir neðan.
INNIFALIÐ Í HÓPNUM:
- Vikulegir fundir í gegnum Zoom svo þú getur verið hvar sem er í heiminum - og missir af engu (það verður líka í boði að mæta á staðinn)
- Fyrirlestrar, æfingar og áskoranir í sjálfsvinnu.
- Ferðir saman út í náttúruna.
- Virkur FB-hópur með stuðningi fólks sem er á sömu vegferð og þú.
- Aðgengi að öllum viðburðum í Kakókastalanum: kakóathafnir - SPA - og dans-partý .
UMSAGNIR ÚR FYRRI MASTERMIND HÓPUM:
"Ég vissi ekkert hvað ég var að hoppa út í - en það sem ég fékk var gulls ígildi" - Ásta Logadóttir.
"Ég endurtek það er fólk eins og þú sem hefur bjargað mér. Elska svona fólk eins og þig sem þorir og lætur vaða." - Fanný Axelsdóttir.
Hvernig Helgi hefur breytt lífi fólks
UMSAGNIR ÚR FYRRI MASTERMIND HÓPUM:
"Ég endurtek það er fólk eins og þú sem hefur bjargað mér. Elska svona fólk eins og þig sem þorir og lætur vaða"
Fanney axelsdóttir
"Ég vissi ekkert hvað ég var að hoppa út í - en það sem ég fékk var gulls ígildi"
ásta logadóttir
1-1 leiðsögn
Ertu að leita að sérsniðnu prógrami til að fara dýpra og lengra?
Langar þig meira frelsi og aukna nánd?
Við stöndum öllu frammi fyrir áskorunum í samböndum - frama og fjármálum - og leiðin í gegn verður alltaf að sýna það innra með okkur sem er ekta.
Ég er að bjóða upp á 3-6 mánaða prógram þar sem við umbreytum veikleikum í styrkleika - og látum árangurinn tala sínu máli.
fyrirlestrar
Að verða markakóngur í eigin lífi
Hvernig er hægt að finna ástríðu og gleði í því lífinu?
Í staðinn fyrir að setja mörk - hvernig væri að byrja að skora þau í staðinn?
Í þessum fyrirlestri er farið yfir hvernig er hægt að breyta sambandi við mataræði, frama, fjármál og sambönd með því að sleppa harða aganum - og byrja að elska það sem maður gerir. Í staðinn fyrir að setja mörk - þá er miklu skemmtilegra að skora þau.
Viðburðir
sauna gúss
Komdu í saununa í Kakókastalanum þar sem við tökum þrjár lotur í leiddum sauna-tíma.
Kakó athöfn
Komdu og njóttu þess að kyrra eigin huga - og finna frelsi. Við sitjum í hring - deilum, öndum og finnum frið í okkur sjálfum.
Kakó Dans
Komdu og drekktu kakó - og dansaðu eins og vindurinn. Dansinn endar á leiddri slökun.
Einkahópar
Bókaðu þinn hóp í einkatíma í kakókastalanum
Ég býð upp á skemmtilega stund og hópefli sem henta öllum





